Rangers sigra í Boston í must-win leik. <a href="http://www.newyorkrangers.com/“> NY Rangers </a> - 3
<a href=”http://www.bostonbruins.com/”> Boston Bruins </a> - 1


Fjórum stigum á eftir liði NY Islanders um 8unda sætið í Austri og seinasta mögulega sætið í play-offs í ár er hver einasti leikur fyrir Rangers must-win leikur, leikur þeirra í gærkvöldi á móti Boston Bruins var einn af þeim. Með smá heppni og magnaða frammistöðu frá Mike Dunham markverði Rangers, en hann varði 31 af 32 skotum á mark, og Alexei Kovalev, en hann skoraði tvö mörk fyrir Rangers, náðu þeir að sigra Boston á heimavelli síðarnefndu. Með sigri í þessum leik hefðu Boston getað tryggt sér sæti í úrslitunum.

Alexei Kovalev rauf 9 leikja stigalaust streak með því að skora tvö fyrstu mörk Rangers í leiknum, All-Star vængurinn er með 11 stig í 20 leikjum með Rangers eftir að hafa verið skipt frá Pittsburgh.

Mike Dunham hefur verið þyngd sinnar virði í gulli fyrir lið sitt uppá síðkastið, tvö shut-out í seinustu viku, og eini leikurinn tapaður á tveimur vikum var þegar hann var tognaður á fæti og spilaði ekki, en sá leikur var á miðvikudaginn seinasta á móti liði Pittsburgh Penguins og tapaðist, 3-1.

Fyrstu tvö mörkin í leiknum skoraði Alexei Kovalev, fyrsta markið skoraði hann á 19undu mínútu í fyrsta leikhluta, annað markið á þeirri 10undu í öðrum leikhluta. Matthew Barnaby aðstoðaði bæði mörkin.

Joe Thornton skoraði fyrir Boston og breytti stöðunni í 2-1 á tólftu mínútu í öðrum leikhluta, #35 mark fyrirliðans á leiktíðinni.

Varnarmaðurinn Brian Leetch gerði svo útum leikinn með því að breyta stöðunni í 3-1 með power-play marki á þriðju mínútu í þriðja leikhluta. #11 mark hans á leiktíðinni, fjögur þeirra marka hefur hann skorað á seinustu sex leikjum með Rangers.

Boston gerðu allt sem þeir gerðu til að freista þess að jafna, þeir voru nánast ofvirkir í skotum og tóku alls 32 skot á mark á móti aðeins 20 frá Rangers.

Næsti leikur Rangers er á mánudag á útivelli gegn liði Atlanta Thrashers.

Three Star Selection ( Fic )
3 – Matthew Barnaby, NY Rangers, tvær stoðsendingar.
2 – Mike Dunham, NY Rangers, 31 markvarsla.
1 – Alexei Kovalev, NY Rangers, tvö mörk.
…hann var dvergur í röngum félagsskap