Todd Bertuzzi hlýtur vikulegan heiður. Þá er komið að leikmanni vikunnar í NHL sem að þessu sinni er leikmaður Vancouver Canucks, Todd Bertuzzi.
Hann var með átta stig yfir vikuna í fjórum leikjum, sex mörk og tvær stoðsendingar. Með mörkunum sex varð hann markahæðsti maður í deildinni, en hann er með 45 mörk þessa leiktíð, aðeins einu marki á undan félaga sínum í Vancouver, Markus Naslund.

Aðrir sem áttu möguleika á að hreppa titilin voru eftirtaldir:
Dwayne Roloson, markmaður Minnesota Wild, Mike Dunham, markvörður NY Rangers, og hægri vængur Atlanta Thrashers, Dany Heatly, en Heatly var með sex stig í fjórum leikjum, þrjú mörk og þrjár stoðsendingar.

Bertuzzi var eldheitur alla vikuna fyrir lið sitt, fimm af þeim sex mörkum sem hann skoraði í vikunni voru skoruð á power-play.

Í fyrsta leik vikunnar sem var á móti liði Dallas Star þann 17. mars síðastliðinn, var hann með þrjú mörk, hans fyrsta hat-trick á leiktíðinni. Vancouver sigraði 4-2.
Í tapleik á móti St.Lois Blues þann 18. mars var hann með eina stoðsendingu. Leikurinn fór 6-4, Blues í hag.
20. mars spiluðu Vancouver við Nashville Predators, þar var Bertuzzi með eitt mark. Vancouver fóru með sigur af hólmi, 7-3.
Í fjórða leik vikunnar spiluðu Vancouver við Washington, Bertuzzi fór á kostum og var með þriggja stiga leik, eitt mark og tvær stoðsendingar. Vancouver sigraði 6-0.

Vancouver standa overall 43-20-12-1, þeir eru einu stigi á eftir Detroit og Ottawa í kapphlaupinu um fyrsta sætið í Vestri, en þeir hafa sex stiga forystu á Colarado um Northwest titilin.
…hann var dvergur í röngum félagsskap