Jaromir Jagr [part 1] Nokkrir punktar um Jaromir:
Nafn: Jaromir Jagr
Hæð: 1,89 m
Þyngd: 114 kg
Skothönd: Vinstri
Staða: Hægri vængur
Aldur: 27
Númer: #68
Lið: Washington Capitals
Fæðingardagur: 15 febrúar 1972
Fæðingarstaður: Kladno, Tjékkóslóvakía

Hann byrjaði á skautum aðeins 3ja ára. Þegar hann var 6 ára og var að spila í keppni á móti eldri krökkum, spurði þjálfari hins liðsins pabba Jaromirs afhverju hann var ekki í hokký skóla(hokký skóla einungis fyrir 3. bekk og eldri) og pabbi hans sagði “Hann er bara í fyrsta bekk.” Þjálfarinn labbaði í burtu, hristi hausinn og sagði “ótrúlegt!” Liðið hans Jaromirs vann og hann skoraði 2 mörk.

Hann er svo ástfanginn af tölunni sinni “68” að einusinni sagðist hann ekki ætla að spila með Tjékkóslóvakíu því hann mátti bara vera með 30 og lægra.

Hann er einn af allra hættulegustu framherjum í NHL. Jaromir hefur unnið titla á fullu alveg síðan hann komst inn í Pittsburgh Penguins. Eftir að hafa unnið Stanley bikarinn með Penguins 1991 og 1992, vann hann fyrsta Art Ross-bikarinn í 1994-95, þegar hann skoraði 70 stig í 48 leikjum. Jaromir vann fjóra titla fyrir skor frá 1997-1998. Hann vann Lester B. Person verðlaunin og Hart bikarinn í 1997-1998, og 1999 og 2000 vann hann aftur Person verðlaunin. Besta leiktíð hans með Pittsburgh var án efa 1995-1996 þegar hann fékk 149 stig(62 mörk og 87 stoðsendingar) í 89 leikjum. Hann vann líka gullmedalíu á Ólympíuleikunum 1998 með Tjékkóslóvakíu. Í júlí 2001, skiptu Penguins honum til Washington Capitals. Jagr skoraði 31 mörk og átti 48 stoðsendingar í 69 leikjum í fyrstu leiktíð sinni með Washington.

….í fáum orðum sagt

Framhald síðar…..