Minnesota Wild tryggja sér sæti í úrslitunum. <a href="http://www.wild.com/“> Minnesota Wild </a> - 4
<a href=”http://www.detroitredwings.com/"> Detroit Red Wings </a> - 0

Dwayne Roloson, markmaður Minnesota Wild varði alls 33 skot í leik liðanna Detroit Red Wings og Minnesota Wild og leiddi lið sitt til 4-0 sigurs á Rauðvængjunum. Með sigrinum eru Wild búnir að tryggja sér sæti í úrslitunum ( Play-Offs ) í ár og er það í fyrsta sinn í þriggja ára sögu félagsins að sá árangur næst.

Tapið var aðeins annað tap Red Wings í þeirra 19 seinustu leikjum,
og með tapinu var sex leikja sigurganga þeirra rofin. Dwayne Roloson var eini markvörðurinn í um mánuð til að loka algjörlega á lið Detroit.

Leikurinn leit ekki vel út fyrir Detroit frá byrjun, því aðeins 21 sekúndu frá byrjun leiks skoraði Matt Jonhson frábært mark fyrir Minnesota, svo var ekki aftur snúið.

Sergei Zholtok breytti stöðunni í 2-0 í öðrum leikhluta eftir að hafa fengið gullna sendingu frá Marian Gaborik.
Annti Laaksonen skoraði á opið mark, þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum þegar Manny Legace, markmaður Detroit var tekinn á bekkinn og aukamaður settur út til að freista þess að minnka munin í 2-1.
Jeremy Stevenson gerði út um leikinn með góðu marki þegar aðeins 19 sekúndur voru eftir. Tap Detroit staðreynd.

Jafnvel þótt að Detroit hafa rústað Minnesota hvað skot varðar (En liðið var með alls 33 skot á mark í leiknum, á móti aðeins 21 frá Minnesota, markmaður Detroit, Manny Legace, varði aðeins 17 skot af þeim 21) lét Dwayne Roloson það ekki á sig fá og var líkastur múrvegg milli stanganna.

Shut-Out´ið var hans fjórða á leiktíðinni, en það er persónulegt met hjá honum.

Með sigrinum sigu Minnesota einu stigi frammúr Anaheim í Vestur deildinni og eru í sjötta sæti, fjórum stigum á eftir Colarado og St. Lois, en liðin eru jöfn í 4-5 sæti.

Three Star Selection ( Fic )
3 - Sergei Zholtok, Minnesota Wild.
2 - Dwayne Roloson, Minnesota Wild.
1 - Matt Jonhson, Minnesota Wild.
…hann var dvergur í röngum félagsskap