#27 - Alexei Kovalev. All-Star leikmaðurinn Alexei Kovalev hefur með magnaðri kylfutækni, ljóshraða og ótrúlega fjölhæfum leik sett sig í hóp einna bestu framherja NHL deildarinnar á seinustu árum. Ég ætla að fjalla stuttlega um þennan gullmola sem spilar með liði New York Rangers í NHL.

Nokkrir punktar um Kovalev:

-Hæð: 6,1 fet, eða um 1.87 metrar.
-Þyngd: 221 pund, eða um 110 k.
-Skothönd: Vinstri.
-Staða: Hægri Kantur.
-Fæðingarstaður: Togliatti – Rússlandi.
-Fæðingardagur: 24. febrúar árið 1973.

Kovalev er fyrsti leikmaðurinn fæddur í Sovétríkjunum sem var valinn inn í NHL í fyrstu umferð nýliðakvaðningu ( NHL Rookie Draft ), en það varð þegar hann var valinn af liði NY Rangers í fyrstu umferð 1991 valsins.

Hann spilaði sinn fyrsta NHL leik gegn liði Hartford Whalers þann 12. október 1992, hann skoraði sitt fyrsta NHL mark í þeim sama leik þegar hann læddi skoti framhjá ungum Sean Burke, nú aðalmarkverði Phoenix Coyotes.

Áður en hann spilaði í NHL, spilaði hann tvær leiktíðir með liði Moscow Dynamo í Rússnensku Elite Deildinni, með þeim vann hann tvo meistaratitla. Einnig spilaði hann í AHL minor deildinni, þá með liði Binghampton Rangers.

Hann hefur spilað í ótalmörgum mótum með landsliði Rússlands, þar á meðal í tveimur vetrarólympíuleikum sem skiluðu af sér gulli og bronsi, Rússar tóku gullverðlaunin í Albertville - Frakklandi árið 1992, og náðu bronsi í Salt Lake City árið 2oo2.

Fyrstu leikatíðina hjá Rangers spilaði hann 65. leiki og lauk leiktíðinni með 38. stig, eða 20 mörk og 18 stoðsendingar.
Hann átti stóran þátt í Stanley Cup sigri New York Rangers árið 1994, hann var með níu mörk og 12 stoðsendingar í 28 play-off leikjum.

Eftir sjö ár sem skiluðu af sér Stanley Cup og 275 stigum overall var Kovalev skipt til Pittsburgh Penguins árið 1998. Í þeim skiptum kom Peter Nedved til Rangers og er hann einn af þeirra lykilmönnum í dag.

Kovalev fann sig strax heimakominn í Pittsburgh, í einni bestu framherja línu í deildinni, eða Jagr – Lemieux – Kovalev línunni, gerði hann magnaða hluti frá upphafi. Fyrstu leiktíðina hjá Pittsburgh var hann með 46 stig, 20 mörk og 26 stoðsendingar, á þeim fimm árum sem að Kovalev var hjá Pittsburgh var hrúguðust upp alls 347 stig, alls 149 mörk og 198 stoðsendingar.
En babb var komið í bátin hjá Pittsburgh, þeir voru að ramba á barmi gjaldþrots og urðu að gera eitthvað í málunum fljótlega ef að þeir vildu komast hjá gjaldþroti. Eftir að hafa þurft að missa Jaromir Jagr, aðallega útaf þeirri staðreynd að þeir höfðu ekki efni á honum, tóku þeir þá örlagaríka ákvörðun þegar 2oo2-2oo3 leiktíðin ( Leiktíðin sem er núna) var hálfnuð, um að skipta Kovalev til New York Rangers ásamt Dan LaCoutier – Janne Laukannen og Mike Wilson, í skiptum fyrir eftirtalda bættust við lið Pittsburgh þeir Mikael Samuelson – Joel Bouchard – Richard Linter – Rico Fata og $3.5 milljónir.

Nú þegar leiktíðin er að enda, er Kovalev að hjálpa gamla liðinu sínu að besta megni til að koma því í play-offs í ár, í þeim 13 leikjum sem hann hefur spilað með því er hann með 9 stig, fyrir skiptin var hann með 64 stig fyrir Pittsburgh.

New York er í 10unda sæti í Austurdeildinni, einu stigi á eftir Montreal Canadiens sem er í 9unda, og fimm stigum frá play-offs sæti, en New York Islanders eru með 73 stig og halda 8unda sætið.
…hann var dvergur í röngum félagsskap