Núna í kvöld (Þriðjudagurinn 18 Feb.), var haldinn Stofnfundur nýjasta hokkífélagsins á Íslandi. Liðið heitir Jakarnir og er það fyrsta hokkíliðið í Vestmannaeyjum. Stofnfundinum var stjórnað af Magnúsi Jónassyni, formanni Íshokkí Samband Íslands og kynnti hann fyrir bæjarbúum, íþrottafulltrúm og bæjarstjóra Vestmannaeyja, starf ÍHÍ og ásamt því að sýna frá Svelli og öðru. Kosnir voru 6 í stjórn og er hún svona:

Sigurður Einisson (ég): Formaður.
Anton Bjarnarson: Varaformaður.
Einir Ingólfsson (pabbi minn): Gjaldkeri.
Sigurjón Viðarsson: Ritari:
Guðjón Ólafsson: Meðstjórnandi.
Kolbeinn Ágúst Eiríksson: Meðstjórnandi.

Fundurinn gekk mjög vel og strax eftir fundinn fóru menn að tala saman og kynnti Magnús fyrir bæjarstjóranum fyrirtæki sem selur skautasvell og eru þeir að vinna í því að koma svelli til eyja!! Já þetta er ekkert grín það er verið að vinna í svelli í eyjum. En þangað til æfum við inline-hokkí í fullkomnu íþróttahúsi með svona 4 tíma á viku.

Það er búið að stofna félag og nú er verið að vinna í skautahöll hingað!!

Okkur var boðið til Reykjarvíkur að keppa vináttuleik við 3. flokk Bjarnarins í íshokkí og auðvitað sammþykktum við það! Það kemur allt seinna þegar við erum búnir að æfa okkur svolítið og þá verður sko gaman! Svo koma þeir til eyja í keppnisferðalag í inline hokkí.

Svo verður farið risa tour um landið og haldið mót á Egilstöðum, Akureyri, Vestmannaeyjum og Akureyri! Auðvitað endað í eyjum og farið svo beint á Þjóðhátið!! ;)

Nýtt félag, svell (í vinnslu), leikir, mót og fleira!

Ég er búinn að berjast fyrir þessu aleinn í svona 6 mánuði og nú erl oks draumur minn að rætast! Ég er kominn þetta langt og ég er ekki hættur! Bráðum taka Jakarnir þátt í Íslandsmótinu í Íshokkí ;) HEHE
x ice.MutaNt