Dan Cloutier valinn leikmaður vikunnar í NHL. Þá er komið að leikmanni vikunnar, enn og aftur er það markmaður sem hreppir titilinn en að þessu sinni er það hin 26. ára gamli markmaður Vancouver Canucks liðsins, Dan Cloutier, sem varð fyrir valinu.

Aðrir sem komu til greina sem leikmaður vikunnar voru þeir Patrick Lalime, markmaður Ottawa Senators, Peter Forsberg, hægri vængur Colarado Avalanche, og svo vængur Detroit Red Wings, Brett Hull.

Cloutier kom liði sínu að góðu gagni alla vikuna, en í þeim þremur leikjum Vancouver spilaðu varði alls 50 skot.

Í leik Vancouver og Chicago, sem fór 2-1 fyrir Vancouver, varði hann 22 af 23 skotum.

Í leik Vancouver og Colarado, sem einnig fór 2-1 fyrir Vancouver, varði hann 21 af 22 skotum.

Í þriðja leik vikunnar, sem var á móti Calgary og endaði með jafntefli, 2-2, varði hann 37 skot á mark.

Cloutier er örðu sæti yfir markmenn í NHL með 28 sigra með liði sínu. Fjóra sigra í viðbót og þá er hann búinn að bæta persónulega metið sem er 31 sigur.

Tengt efni:

<a href="http://www.nhl.com/lineups/player/8460516.html/ “>Leikmanna síða Cloutiers.</a>

<a href=”http://www.canucks.com/">Heimasíða Canucks liðsins.</a
…hann var dvergur í röngum félagsskap