Rangers sigra Florida eftir sjö tapleiki í röð. New York Rangers-3
Florida Panthers-1

Rangers, sem hafa tapað seinustu sjö leikjum sínum, unnu lið Florida í fjörugum leik á útivelli nú á miðvikudag.

Margt hefur gengið á hjá liði Rangers uppá síðskastið, ber þar helst að nefna uppsögn þjálfarans Brian Trottier, sem var ekki að gera góða hluti með liðið, og sjálfráðningu eiganda liðsins, Glen Sather sem þjálfara.

Einnig fóru fram á dögunum átta manna skipti milli Rangers og Pittsburgh Penguins, en Pittsburgh hafa verið að ramba á barmi gjaldþrots í nokkurn tíma, þessi skipti fólust í því að þeir Alexei Kovalev-Dan LaCouture-Janne Laukkanen og Mike Wilson fóru til Rangers og þeir Rico Fata-Mikael Samuelsson-Richard Linter og Joel Bouchard fóru til Pittsburgh ásamt $3.milljónum dollara.

Allavega, aftur að leiknum. Það var skipulögð vörn og stöðugur sóknarleikur sem innsiglaði sigur Rangers, en Florida náðu ekki varnarleiknum á strik og misnotuðu mörg færi sín í sókninni, einnig var það markvarsla markmanns Rangers, Mike Dunham, sem átti stóran þátt í sigri Rangers, en hann varði 27 skot á mark.

Mörk Rangers skoruðu þeir Tom Poti, en mark hans kom úr powerplay í fyrsta leikhluta, Sandy McCarthy, þetta var hans annað mark á leiktíðinni og það kom seint í seinni leikhluta, að lokum skoraði Alexei Kovalev eitt mark, en þetta var hans fyrsti leikur með Rangers liðinu eftir leikmannaskiptin við Pittsburgh, hann skoraði á opið mark þegar ein mínúta var eftir og markmaður Florida, Roberto Luongo, var tekinn á bekkinn og aukamaður settur út til að freista þess að jafna.

Olli Jokinen, center Florida, gerði út um shut-out´ið hjá Mike Dunham þegar hann skoraði eina mark liðs síns einni mínútu fyrir lok fyrsta leikhluta.

Nokkuð var um refsingar í leiknum en liðin fengu á sig alls 24. min í boxinu, Rangers voru með 10.min, en Florida 12.

Næsti leikur Rangers er í kvöld (Föstud.) í Madison Squere Garden, vS: Pittsburgh.
En næsti leikur Florida liðsins er á morgun (Laugard.), á heimavelli vS: Washington.

Three Star selection (Fic)

3. Olli Jokinen-Skoraði eina mark Florida.
2. Tom Poti-Skoraði 1. mark.
1. Sandy McCarthy-Skoraði markið sem tryggði Rangers sigurinn.
…hann var dvergur í röngum félagsskap