það er enginn búinn að skrifa neitt af viti um sigurinn útí sarajevo hjá strákunum þannig ég ætla að copy og paste af www.skautafelag.is

09-02-2003
MEIRA UM GULLDRENGINA
Ísland tryggði sér gullverðlaun á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins sem lauk í kvöld í Sarajevó í Bosníu & Hersegóvínu. Síðasti leikur liðsins var gegn heimamönnum og staðan var 9 - 2 fyrir Ísland. Í fyrsta leikhluta byrjuðu okkar drengir með látum Gauti Þormóðsson var búinn að skora eftir 7 sekúndur og Jón Ernst Ágústsson bætti öðru við þegar 47 sekúndur voru liðnar af leiknum. Yfirburðir okkar manna voru algerir í þessum fyrsta leikhluta var staðan 0 – 5 eftir hann.
Nokkuð rólegra var eftir þetta því að annar leikhluti var tíðinda minni og lauk honum 1 – 2 og staðan því 1 – 7 fyrir Ísland eftir annan leikhluta. Sama var upp á teningnum í þriðja leikhluta, þegar drengirnir gerðu sér grein fyrir að gullið var komið langleiðina heim var slökkt á afturbrennurum, og Bosníumönnum þyrmt við stórskotaárás, þriðja hluta lauk líka 1 – 2 sigri okkar, og endanleg úrslit því 2 – 9 og gullið okkar.
Gleðilegt var að sjá að liðið byrjaði með svona miklum krafti því að það virtist vera helsti veikleiki liðsins í fyrri leikjum hvað það var lengi í gang. Þetta er frábær árangur og stór dagur fyrir íslenskt Íshokkí. Liðið hefur með þessu tryggt sér sæti í annarri deild Heimsmeistaramótsins á næsta ári.


Mörk / stoðsendingar í þessum leik: Birgir Hansen 4/3, Gauti Þormóðsson 3/0, Jón Ernst Ágústsson 1/0, Úlfar Andrésson 1/0, Trausti Bergman 0/1, Vilhelm Bjarnason 0/1, Viktor Höskuldsson 0/1, Arnþór Bjarnason 0/1


Drengirnir okkar í U-18 landsliðinu gera það ekki endasleppt. Ragnar Óskarsson fyrirliði var valinn besti leikmaður Íslands (tilnefndur af þjálfurum), Birgir Jakob Hansen var valinn besti sóknarmaður mótsins (valið af mótsstjórn) og Gauti Þormóðsson besti leikmaður mótsins (valið af mótsstjórn).
Bjarnarveldið mun rísa!!!!