Það er eitt sem að ég hef aldrei skilið og það er alltaf sókninn sem að er mest er lögð áheyrsla á í öllum landsliðum Íslands, hún er æfð grimmt í öllum æfingabúðum einhvað svaka uppspil sem að er síðan varla notað í leikjum vegna þess að menn ráða ekki við það og vörnin gleymist alltaf. Það er nú einu sinni þannig að leikmenn gera allt það sem að þjálfarar segja þannig að þeir gera bara það þó að það sé ekki að virka. Mér finnst algjör óþarfi að vera að tapa með margra marka mun þegar við gætum alveg sloppið úr þessum leikjum með nokkurra marka mun því að við höfum sterkara lið en margir halda. Öll lið í heiminum leggja mikið upp úr því að vera með bestu vörnina og það er það sem að gerir bestu liðin best. T.d í NHL þá er Dallas Stars núna að spila Ótrúlega vörn og fá að meðaltali 2 mörk á sig í leik og flestu lið sem að hafa verið í efstu sætum í NHL deildinni í áranna rás hafa spilað gríðarsterkann varnar leik.
Með landsliðið þá erum við með haug af mönnum sem að geta sett pökkinn í markið og stórann og sterkann leikmanna hóp.
Getur einhver sagt mér hversvegna sóknarleikurinn hefur alltaf verið aðalatriðið???????