#9 - Gordie Howe, Mr. Hockey Fæddur 31. mars 1928 í Floral Saskatchewan Kanada, Gordie Howe á lengsta og ótrúlegasta feril allra leikmanna sem spilað hafa NHL (og WHA).

- 2.421 leikir
- 1.071 mörk
- 1.518 stoðsendingar
- 2.589 stig
- 29 All-Star leikir
- 4 Stanley bikarar
- 6 Art Ross verðlaun (stigahæsti leikmaðurinn)
- 6 MVP Titlar
- 27 leiktíðir í röð með +20 stig
- 20 ár í röð meðal 5 markahæstu manna
- 15 leiktíðir af 32 fór hann með lið sitt í úrslitaleikina
- Yfir 500 spor saumuð, ef BARA andlitið er talið :o
- Hætti að spila í NHL 1980 52ja ára, spilaði alla leikina það tímabilið og var markahæstur í liðinu lengst af.
- Spilaði atvinnumannahokkí á sex áratugum.

Gordie Howe spilaði fyrir Detroit Red Wings, Houston Aeros, New England Whalers, and Hartford Whalers á ferlinum, byrjaði 18 ára, 1946 í NHL og skoraði strax í sínum 1. leik.

Hann réði bæði yfir vinstri- og hægri handar skotum, spilaði allar stöður á vellinum og var þekktur fyrir að vera einn sá allra harðasti sem á svellið hefur stigið.

1962 sló Gordie markametið í NHL og hélt því meti í 36 ár! Hann hætti að spila eftir tímabilið 70-71 en sneri aftur í WHA deildina tímabilið 73-74 til að spila með 2 sonum sínum í liði, og vann þá deild 2 ár í röð. Tímabilið 98-90 rættist svo loks draumur hans og hann lék með 2 sonum sínum í NHL, 52ja ára og skilaði 80 leikjum, 15 mörkum og 24 stoðsendingum fyrir Hartford Whalers.

Í júní 1972 komst hann í Hall of fame (er reyndar í 11 slíkum) og í “Order of Canada” sem er mesti borgaralegi heiður þar í landi og hefur verið sæmdur Lester Patrick Trophy (outstanding service to hockey in U.S.) og var það fyrstur manna.

Með heiðursskiptingu fyrir Detriot Vipers varð hann fyrstur manna til að spila atvinnumannahokkí á 6 áratugum.

Wayne Gretzky sagðist einu sinni vilja “eat, sleep, look like and play hockey like Gordie Howe” endar var Gordie fyrirmynd Gretzky's á yngri árum.

Ekki furða þótt hann sé kallaður “Herra Hokkí”.