Uppruni og þróun íshokkí. Uppruni og þróun íshokkí.

Nánast engin íþrótt í heiminum veldur eins miklu hugarangri um uppruna og íshokkí. Hokkí gæti átt uppruna í þónokkrum „bolta og spítu“ íþróttum víðs vegar um heim. Sem dæmi þá spiluðu frakkar leik þar sem þeir notuðu bogna stafi fjárhirða sem kölluðust á frummálinu „hoquet“ en ekki er ólíklegt að orðið hokkí eigi rætur sínar að rekja þar.

Nokkrir sagnfræðingar telja að íshokkí sé afkomandi hinnar skemmtilegu bandy-íþróttar en bandy á rætur sínar að rekja frá norður-amerískum indjánum. Í hvert skipti sem leikmaður fékk á sig högg sagði hann „hoghee“ sem lauslega þýtt útleggst „Ái“ en sumir halda því fram að þaðan sé orðið hokkí upprunið (þannig að rétt íslenskt orð á íshokkí væri ís-ái).

Aðrir halda því hins vegar fram að íshokkí sé ís-útgáfa af „hurling“ sem var nokkuð villt írsk íþrótt með frjálslegar reglur og meiðsl leikmanna voru algeng. Sögu hurling má rekja nokkrar aldir aftur í tímann. Það var m.a. spilað með látúnskúlu og ekki óalgengt að leikmenn tapliðsins voru teknir af lífi.

Íshokkí gæti einnig átt rætur sínar að rekja til „gras-hokkí“ (field hockey). Einhver útgáfa var til af íþróttinni í Aþenu 500 árum fyrir krist. 1922 fundu fornleifafræðingar rismynd þar sem sjá má sex unga karlmenn halda á kylfum í leik sem mjög svo líkist hokkí, tveir þeirra beygja sig í stellingu sem er mjög lík „uppkasti“ (face-off: þýðingin er fengin úr þýðingu ÍHÍ á reglum IIHF „Leikreglur fyrir íshokkí“).

Þá er saga íshokkí og saga ísskauta samtvinnuð en talið er að fyrir u.þ.b. 2000 árum hafi menn byrjað að skauta í norðanverðri Evrópu, m.a. í löndum Skandinavíu og hafi skautun verið stunduð samhliða skíðaíþróttinni, sem er jafnvel enn eldri. Fyrstu skautarnir voru gerðir úr leggjum og rifbeinum úr elgum, nautum, hreindýrum og fleiri dýrum en það var löngu áður en járnið varð algengt. Margir muna eflaust eftir ógleymanlegu atriði úr Gísla sögu Súrssonar þar sem einhverskonar leikur var spilaður á „legg-skautum“.

Þrátt fyrir óvissu um uppruna íshokkí þá er það staðreynd að það var þróað og gert vinsælt í Kanada. Óformleg íþrótt sem kölluð var „shinny“ (gæti þýtt kinnungur) var spiluð í Kanada um 1830 en það hlaut nafngiftina vegna þess að leikmenn höfðu þann ósið að slá hvor annann á hökuna. Shinny íþróttin er náskyldust íshokkí af þeim íþróttum sem áður hafa verið nefndar hér.

Er íshokkí varð sífellt vinsælla í Kanada byrjuðu háskólar að stofna félög og mynda lið. Pökkurinn var þróaður í McGill háskólanum í Montreal en þar var unnið brautriðjendastarf fyrir íshokkí. Sagt er að dag einn seint á árinu 1870 hafi leikmaður einn orðið leiður á því að elta gúmmíbolta, sem notaður var þá í íshokkí, hundruði metra út fyrir völlinn. Hafi hann þá brugðið á það ráð að skera boltann í tvennt, lagði flata yfirborðið á ísinn og „voila“ fyrirrennari pökksins varð til (meira að segja tvö eintök). Með félög og samræmdar reglur var ísokkíið byrjað að verða að því sem við þekkjum í dag.

Það sem á eftir kom er nú þegar orðin goðsögn.

Heimildir: Internetið, Kenner (starting lineup) og margt fleira.

Endilega bætið við það er alltaf gaman að sökkva sér í sögu íshokkí sem er SVALASTA SPORT Í HEIMI.
„We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.“