Jæja þá er maður kominn heim og buinn að sofa……
en úti í svíþjóð var geðveikt gaman….
við töpuðum öllum leikjunum en svona fóru leikirnir…..

Dagur 1.
við áttum fyrsta leik gegn liði frá Póllandi sem hét
GKS Stoczniowiec ágætt lið en við töpuðum 9-0..
annar leiurinn okkar var á móti Trelleborg Vikings(heimaliðinu)
og sá leikur var ágætur við töpuðum honum 10-0 og sturla bróðir jónasar breka var maður leiksins af bjarnarmönnum….
næsti leikur var svo á móti Limhamn man ekkert það mikið eftir þeim leik en við töpuðum honum lika og hann fór 13-0 gott lið þar á ferð…..

Dagur 2.

Fyrsti leikurinn áöðrum degi var á móti Kristianstad sem lentu í öðru sæti á þessu móti…
og sjálfum fannst mer við standa okkur vel i þeim leik….
en hann fór 11-0….
í næsta leik mættum við Fotskal en eg fekk ekkert að spila í þeim leik vegna þess að eg hafði keypt mer snus…(munntóbak sem var alveg bannað í ferðinni… sé núna geðveikt eftir því)
en sá leikur fór 8-2 mjög góður leikur hjá okkur þótt ég hafði ekki verið með ;)
en næsti leikur var nú ótrúlegur þvílikt góðir leikmenn í hinu liðinu algerir snillingar þar….
það var á móti Vanersborg…
sá leikur fór 18-0 og ekki var eg heldur með í þeim leik vegna snusins eg og annar strakur fengum 2 leikja bann fyrir snusið…..
fyrir þann leik var mjög góður mórall í liðinu en eftri þann leik varð allt vitlaust inni í klefa sumir strákann fóru að öskra á hvorn annan og svoleiðis leiðindi…..

Dagur 3.
þriðja dag kepptum við bara einn leik og það var á móti Gentofte dönsku liði og þar töpuðum við aftur eins og vanalega..
en sá leikur fór 5-0…..




Alla ferðina var nokkuð góður mórall í liðinu….
nokkuð margt skeði sem kemur þessari grein ekkert við…
en seinna verður kannski sagt frá því :)



nr13
ÁFRAM BJÖRNINN…….