Nú í kvöld átti sér stað viðureign Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins. strax á níundu mínútu skoraði Sergei Zak án stoðsendingar, 4.mín seinna eða 13:36 bætti Brekinn við einu marki eftir stoðsendingu frá serbanum sjálfum. á 17.mínútu setti Serbinn þriðja mark bjarnarins eftir stoðsendingu frá Brekanum, mínútu seinna skoraði Peter Bolin mark fyrir SR með slappskoti frá bláu eftir stoðsendingu frá Elvari. Þannig var það nú staðan var 3-1 birninumn í hag Eftir 1.lotu. Eftir eina og hálfa mínútu í annari lotu skoraði Ingvar Þór Jónsson eftir stoðsendingu frá Elvari og Jónasi. á 33.mínútu skoraði Brynjar þórðarson eftir stoðsendingu frá Serbanum og Ragnari Óskarssyni. Daddara önnur lota fór 1-1 og var staðan orðin 4-2 Birninum í hag. Eftir 58 sekúndur í þriðju lotu minnkaði Ingvar Þór munin í 4-3 án stoðsendingar. 5.mín seinna skoraði Jónas Rafn eftir stoðsendingu frá Ingvari,og var staðan þá jöfn 4-4. Svo þegar 4.mín voru eftir af leiknum kom Elvar SR yfir með glæsilegt mark eftir stoðsendingu frá Ingvari og Gústa danska. Þannig var nú það að leikurinn endaði 4-5 fyrir SR…


Stig Bjarnarins :
Sergei Zak 2/2 - Jónas Breki 1/1 - Brynjar Þórðarson 1/0 - Ragnar Óskarsson 0/1

Stig Skautafélags Reykjavíkur:
Ingvar Þór Jónsson 2/2 - Peter Bolin 1/0 - Elvar Jónsteinsson 1/2 - Jónas Rafn 1/1 - Ágúst Ásgrímsson 0/1

Refsimínútur bjarnarins : 47

Refsimínútur Skautafélags Reykjavíkur : 20
Foringinn hefur talað!