Miroslav Satan valinn leikmaður vikunnar Leikmaður vikunnar að þessu sinni mun vera hægri vængur Buffalo Sabres, Miroslav Satan. Sá magnaði leikmaður skoraði 3 mörk og náði sér í 4 stoðsendingar og plús 5 frammistöðustig. Sem átti stóran þátt í 3 sigrum Sabres í liðinni viku.

Aðrir sem komu til greina sem leikmenn vikunnar eru eftirltaldir; Markmaður Buffalo Sabres, Martin Biron (3-0-0, 1.33 mörk á sig að meðaltali, eitt “shut-out”), vinstri vængur Atlanta Thrashers, Ilya Kovalchuck (5 mörk, 1 stoðsending í 3 leikjum), og vinstri vængur New York Islanders, Brad Isbister (2 mörk, 5 stoðsendingar í 3 leikjum).

Hann náði sér í 2 stoðsendingar og +2 frammistöðustig í 4-0 sigri Sabres gegn Anaheim þann 4. Des. Í leiknum gegn New York Rangers þann 6. Des. náði hann sér í þrennu (eða hat-trick) og einnig +2 frammistöðustig, sá leikur fór 4-1 fyrir Sabres. Síðan skoraði hann eitt mark og náði einni stoðsendingu í leiknum gegn Whasington Capitals þann 7. Des, sem Sabres unnu 4-3 á heimavelli.

Satan er stigahæstur í Sabres með 21 stig (níu mörk, 12 stoðsendingar) í 23 leikjum alls. Nú er spurning hvort Buffalo muni halda áfram að sigra í komandi leikjum og hvort Satan muni standa sig jafn frábærlega og hann gerði í liðinni viku.