Skautafélag reykjavíkur og skautafélag akureyrar mættust í gærkvöld undir fullu húsi Leikurinn fór skemmtilega af stað og menn í báðum liðum höfðu fríska fætur og mikið gekk á og nokkur færi sköpuðust en það var ekki fyrr en Guðmundur Rúnarsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir gott skot frá bláu línunni. Ekki svo löngu síðar náðu þeir Ingvar Þór og Elvar að skora gott mark eftir örlítið fát fyrir framan mark SA-manna. Staðan þá orðinn 2 – 0 heimamönnum í vil. Kenny Corp nái að minnka muninn niður í eitt mark með góðu skoti milli lappa varnarmanna og fór pökkurinn inn á milli fóta á Gulla yfirmarmanns SR. Staðan var þannig allt til loka lotunar. Eitthvað hefur sá fiðraði félagi þeirra norðanmanna, sem flýgur á hvolfi, ljáð þeim orð í eyra því að 2 lotan var hreinsata sagt hörmung hjá SR-ingum þar sem vörninn hjá SR-ingum tók seinnt og illa við sér þegar SA-menn fóru af stað í sókn.
Í skemmstu þá voru SR-ingar nánast á hælunum allan annan leikhlutan og sáu nánast aldrei til sólar í þeim leikhluta og náðu gestirnir að jafna leikinn allsvakalega.
Eitt vafasamasta mark deildarinnar leit dagsins ljós þegar Rúnar Freyr Rúnarsson skauta að marki SR og pökkurinn fór í þverslánna og lennti á bakinu á Gulla og þaðan var pekkinum hennt út í hafsauga. En dómari leiksins dæmdi pökkinn inni eftir miklar umræður við markadómara og aðra dómara sem voru á svæðinu.
Hvert sóknar færiði á fætur öðrum leit dagins ljós hjá SA og SR- ingar voru nánast á bakinu allan annan leikhlutan og nýtt SA- menn sér það til hins ýtrasta.
Án frekari bollalegginga þá tapaði SR leiknum með 2 mörum á móti 7 hjá SA í þeim versta leik sem SR hefur spilað í langan tíma.
Það er deginum ljósara að SR-ingar hafa litið bjartari dag en þennan.
Meira um leikinn síðar.