Það sem að ég skil ekki hjá öllum flokkum er að það er ótrúlega lítil virðing borin fyrir dómurum. Dómarinn ræður öllu sem að gerist á leiknum og getur næstum haft áhrif á hvernig leikurinn fer, þannig að það er mjög gáfulegt að “sleikja” þá svoldið upp og rétta þeim pökkinn og hlýða þeim vegna þess að þegar að þeim líkar vel við þig að þá dæma þeir þér og þínu liði ósjálfrátt pínu í hag vegna þess hversu kurteisir og góðir þið eruð við dómarana.
Hér eru nokkur góð ráð:

1: Ef að þú ert nálægt pökknum eftir flautu þá nærðu í og réttir dómaranum ALLTAF pökkinn

2:Ef þú finnur einhvað drasl eins og tape eða rusl, taktu það upp og réttu dómaranum.

3:Ekki segja neitt við hann eða rífa kjaft vegna þess að þá byrjar hann að muna eftir þér og fer að fylgjast með þér betur en öðrum.

4:Gera allt sem að dómarinn segir STRAX og vera snöggur að koma þér á faceoff punkt

5:Þakka dómara fyrir leikinn eftir leikinn.


Ef að þið horfið á NHL eða einhvað alvöru hokkí að þá sjáiði hvað ég er að tala um….Það gera þetta allir NEMA Íslendingar

Reyniði að þroskast ;D