Í kvöld fór fram æsispennandi leikur á milli SR og Bjarnarins.
Í enda fyrsta period var SR einu marki yfir en Gulli var að brillera í markinu hjá SR.
Bjarnarmenn náðu ekki að koma pekkinum inn í mark SR-inga en lokastaðan í leiknum var 4-0 SR-ingum í hag!!!

Núna er staðan þannig að SR og SA deila fyrsta sætinu með 8 stig en Björninn situr á botninum með 2 stig.

Bjarnarmenn fengu samt fullt af mjög góðum færum en þrátt fyrir það tókst þeim einhvernveginn að klúðra þessum leik! þannig að þetta var ekki algjör einstefna eins og því miður svo oft áður!
Svo var Gummi í Birninum í leikbanni þannig að vörnina vantaði hann!

Samt var þetta mjög skemmtilegur leikur og stúkan í höllinni ábyggilega aldrei verið svona þétt setin!!!

Næsti leikur Íslandsmótsins fer fram á Akureyri næstu helgi á milli SA og Bjarnarins!!!!

Til hamingju SR