Sko!!!! Að vera markmaður er ekki bara að geta hoppað fyrir framan pökkin, allir virtir markmannsþjálfarar segja að “fávitar geta stoppað pökk en snillingar geta stjórnað honum” (ekki láta mig útskýra þetta fyrir ykkur sem skilja þetta ekki :Þ)

Það eru til rosalega margar útgáfur af markmönnum og enginn er eins og þjálfarar hjá stórum liðum eða flestum alvöru liðum leita af vissum týpum til að spila hjá sér. Núna eru stórir markverðir í “tísku” og eins og þið kanski sjáið í NHL að þá eru flestir nýliðar frekar stórir um og yfir 180 cm. Í gamla daga voru litlir og snöggir markverðir “vinsælir” vegna þess að útbúnaður markmanna var efnislítill og þá urðu þeir að vera snöggir að verja sig gagnvart pekkinum með því að annaðhvort að grípa pökkinn eða að koma helstu hlífum fyrir framan hann(blokka, grípa eða að verja með legghlhíf) samt sem áður skutu þeir mun lausara heldur en í dag en eins og þið vitið sem æfa hokkí er vont að fá pökkin í sig sama hvort skotið er laust á milli hlífa, þannig að þeir vöru snaggaralegir í gamla daga. Núna er allt annað mál, því að markverðir í dag reyna að fá skotin í sig eins og t.d magan og eru vel varðir og finna ekki mikið fyrir skotum þannig að það er æskilegt að vera stór(samkvæmt nútíma fræðum)Og skotinn eru orðin það föst að enginn markvörður getur horft á pökkinn og séð stefnu hans og ákveðið hvað skal gera þannig að maður er bara að reyna að vera fyrir. T.d er mannfræðilega séð ómögulegt að grípa slabbara á 170 km hraða frá bláu því að hann er undir hálfa sec að fara þaðan og í markið(vil taka fram að normal skot á að vera hálfa sec að fara frá bláu í mark svo að 170 km slappari er 0.3333 úr sec að fara í markið) . Markverðir sem að eru litlir eru oft ekki valdir í lið út af stærðinni þó að þeir séu ekkert verri en þeir stóru.

Loui spilaði með SR seinasta vetur og var góður markmaður en spilaði samt ekki vel. Afhverju. Hann var svona “routine(spell?) save” markmaður og hefur verið erfiður með liði sem spilar agaða vörn. Dæmi um slíka markverði er t.d Martin Broduer. Hann spilar með einu besta varnar liði í NHL og er talinn ekki geta spilað með liði sem er með lélega vörn.Loui var með þeim betri í sinni deild úti og var með 3 besta statistic í sinni deild(svs% og GAA) og er núna að spila með pro liði í Bandaríkjunum.

Síðan eru það markverðir sem hoppa út um allt og verja fáránlega eins og Hasek og Cujo sem spila með sókn djörfum liðum og þurfa að gera upp mörg mistök í vörninni.

Þegar að menn eru að bera saman markverði koma oft upp rifrildi vegna þess hversu ólíkir þeir eru og það er mikið rifist um það í NHL og mörgum deildum. Eins og t.d Hasek og Cujo spila ekki samkvæmt bókinni og gera næstum allt vitlaust og eru ekki vel liðnir hjá mölla gúrúum vegna þess hversu fáránlegir þeir eru. Hasek fékk t.d ekki að spila neitt þó að hann tók Belfour í rassgatið á´öllum æfingum og var og er þekktur fyrir að fá kanski 3 mörk á sig á ÆFINGU sem er nú bara ótrúlegt. og meira segja þegar að hann spilaði með Blackhawks sem vara mölli Belfour að þá tók hann 70 skot í leik og vann hann 1-0 í 2 földum overtime. Hann er líka þekktur fyrir það að vera utan við sig og var kallaður “Kramer” úr þáttunum Seinfield vegna þess hversu klikkaður hann var. Einu sinni þegar hann spilaði í heimalandi sínu gleymdi hann púðunum í útileik og sagði þjálvaranum það 5 min fyrir leik og fékk lánaða einhverjar druslur en náði samt að halda hreinu.

Ég vona að þetta gefi ykkur aðra sýn á markvörðum og betri skilning
þetta er jú erfiðasta staðan í hokkí og þeir eru um 50% af liðinu
að vera góður markmaður er 95% í hausnum og maður þarf að vera andlega sterkur til að standast þetta og öll andleg orka fer í þetta. Sjálfur er ég snarklikkaður.