Skautafélagið Björninn vann Skautafélag Akureyrar, 5:3, í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi á Íslandsmótinu í íshokkí. Björninn hafði yfir eftir fyrsta leikhluta, 3:2, í öðrum leikhluta skoruðu bæði lið sitt markið hvort en í þeim þriðja gerðu Bjarnarmenn síðan út um leikinn og skoruðu 2 mörk.
Nokkur harka færðist í leikinn í síðasta leikhluta, enda spenna í leikmönnum beggja liða og voru fjórir leikmenn, tveir frá hvoru liði, sendir í sturtu.

Þetta er fyrsti leikur sem Skautafélag Akureyrar tapar á þessu tímabili og eru Björninn og SR nú jöfn að stigum, bæði með 4 stig.

Bestu menn Bjarnarins voru þeir Jónas Breki, Sigurður Einar, Sergei Zak og Brad Williston markmaður, sem átti mjög góðan. Hjá Akureyringum skoraði Rúnar Rúnarsson öll mörk liðsins.



Heimildir fengnar af<a href="http://www.mbl.is">www.mbl.is</a
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.