Jæja, loksins gekk umsóknin í gegn og ég er orðinn stjórnandi, er með ýmislegt í pokahorninu sem ég vona að komi til með að lífga uppá áhugamálið.

Held að flestir virkir notendur hafi nú séð mér bregða fyrir og ég mun gera mitt besta til að veita ráðgjöf, taka þátt í umræðum og jafnvel reyna að auka örlítið flæðið á áhugamálinu.

Ef þið hafið einhverjar sérstakar hugmyndir eða eitthvað fram að færa endinlega commentið því við þessa tilkynningu.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF