Jæja þetta var nú ágæt triviukeppni sem hér átti sér stað, og vil ég þakka öllum sem tóku þátt, en hér eru úrslitin(mest var hægt að fá 13 stig:

Topp 10.

1. Davida-12 stig
2-3. Gislinn- 10 stig
2-3. Saemini-10 stig
4-5. Addni- 8 stig
4-5. Pacifica- 8 stig
6. MrSir- 7 stig
7-8. mjasi87-6 stig
7-8. Tormentor- 6 stig
9. Gizzm0- 5 stig
10. FireIce- 4 stig

Rétt Svör

1. hvað táknar merkið sem er á lógói AKG? Mynd hér (1 stig)

Unidirectional eða Cardioid

2. Próducer og hljóðmaður próduceraði mest seldu rokkplötu allra tíma, Black Album með Metallica. Og hefur hann pródúserað allar stúdíóplötur Metallica sem komið hafa út síðan þá. Hver er maðurinn? (1 stig)

Bob Rock

3. Einn mest notaði dynamic söngmic allra tíma var kynntur til sögunnar árið 1966, og hefur verið leiðandi í sínum flokki síðan þá. Hljóðneminn heitir: (1 stig)

Shure SM58

4. Spurt er um upptökuhljóðkort(interface). Kortið tók við af fyrri útgáfu þess, sem átti einnig miklum vinsældum að fagna. Kortið er með 8 innganga og eru fjórir af þeim með ‘mic preamps’. Fyrri gerðin var aðeins með tvo. Kortið fæst bæði rackmountable og með control surface og það tengist við tölvu með firewire tengi.
Kortið inniheldur s/pdif, MIDI og ADAT inn- og útganga. 8 analog útgangar eru á kortinu auk monitor out. Kortið er hluti af miðjulínu framleiðandans og tekur upp í allt að 96Khz. Kortið er mjög vinsælt í semi-pro hljóðverum. Hvaða kort er þetta? (3 stig)

Digidesign Digi 002

5.Hljóðver sem spurt er um var stofnað árið 1931. Það var kallað EMI Studios framan af, en breytti um nafn á 7. áratugnum. Hljóðverið varð virkilega frægt eftir að heimsfræg hljómsveit tók upp allar plöturnar sínar í því. Síðasta plata þeirrar sveitar hét eftir hljóðverinu og er umslag plötunnar af gangbraut fyrir framan hljóðverið. Hvað heitir hljóðverið og hvaða sveit er þetta? (2 stig + 1 bónus fyrir að svara hvaða hlómsveit þetta er)

Abbey Road og Bítlarnir

6. Hvers lenskir eru Røde hljóðnemarnir? (1 stig)

Ástralskir eða hálft stig fyrir Sænskir

7. Þessi maður er þekktur í upptökubransanum. Hver er hann? Mynd hér (2 stig)

Rick Rubin

8. Hvaða hljóðnemi er þetta? Mynd hér ( 1 stig)

Shure Beta 87


Svo ætla ég að reyna að hafa verðlaun fyrir næstu Trivia sem verður þá væntanlega aðeins þyngri. Kv. ZooMix