Við vitum flest að hljóðnemar eru nú misjafnir eins og þeir eru margir, og þar af leiðandi hafa þeir hver sinn tilgang. En flestir hljóðnemar virka á fleiri en einn hlut, og því ætla ég að ræða aðeins um hvað mismunandi hljóðnemar geta gert.

Stór Studio Diaphragm Míkrófónn
Þessi stóri söngmic sem er í öllum betri stúdíóum. Við vitum að hann er góður fyrir söng, og er það hans megin hlutverk, en hann getur gert ýmsar aðrar kúnstir á borð við: Hann hentar vel í að taka upp gítar, hvort sem hann er acoustic eða í gegnum magnara. Tæra sándið er óumflýjanlegt. Hann hentar einnig sem roomhljóðnemi þegar tekið er upp trommur.

Bassatrommumic
Eins og nafnið gefur til kynna er hans meginhlutverk að nema hljóðið úr bassatrommu. En lágtíðnisvið hljóðnemans hentar einnig virkilega fyrir bassamagnara, acoustic bassa eða bassahljóðfæri í brass, á borð við túbu.

Dýnamískur instrument mic
Eins og nafnið bendir til er hann hljóðfæramíkrófónn, og eru svona micar vanalega tilvalnir í gítarmagnara, kassagítara, lúðrahljóðfæri og viðarhljóðfæri, bakraddir(fer eftir gæði micsins) og trommur eins og sneril og tom.

Páku og snerilmíkrófónar
Again, nafnið bendir til aðalhlutverks hljóðnemans. Hinsvegar henta þeir vel fyrir gítarmagnara og bakraddir trommara. Nú hugsið þið; nú af hverju bara trommara. Jú trommarar eru í því að sveifla einhverjum anskotans kjuðum hreint um allt og vita ekkert hvað þeir eru að gera, og þessvegna lemja míkrófóninn sem þeir eru að syngja í, og þessvegna hentar smæð páku- og snerilmíkrófóna vel fyrir bakraddir trommara. Einnig eru þeir vanalega supercardioid og einangra því betur í kringum sig.

Overhead míkrófónar
Þessir condenser míkrófónar henta vel í að mica upp málminn á setti trommarans. Þeir eru vanalega með bjart sánd og henta því líka vel í gítarmagnara, kassagítara, room'micun, hi-hat, brass, sinfoníu, kór og allskyns dót sem margir eru að spila en skortur er á micum eins og t.d. sinfónía.

Dýnamískur söngmic
Aðallega fyrir lead vocals á sviði. Hinsvegar virkar hann ágætlega sem instrument mic til að mica upp acoustic gítara.

Fleiri möguleikar en þessir upptöldu eru í stöðunni. Fiktið sjálf og þið getið fundið “ykkar” hljóð.