Nýjar græjur :) Á þessari mynd gefur að líta innkaup gærdagsins.

PreSonus FirePod (FP-10) hljóðkort sem foreldrar mínir fluttu inn fyrir mig frá Danmörku í gær (kostar 13 þúsund krónum minna þar en í Tónabúðinni).

M-Audio Studio Pro 3 mónitorar sem ég keypti áðan í Tónabúðinni.

Shure Sm57 hljóðneminn klassíski, einnig úr Tónabúðinni.

Síðan er ætlunin að fá sér trommumíkrófónasett frá Shure af eBay þegar ég fæ næst útborgað. Þá eru sumarlaunin að mestu leyti uppurin, enda kostnaður við snúrur og standa töluverður líka :/

Þá ætti Stúdíó Ólafur að vera tilbúið fyrir upptökur :D