Daginn..!

Er með til sölu uppáhalds tækið mitt sökum þess að ég er að spá í að uppfæra yfir í fleiri rásir.

Apogee Duet er besta hljóðkort sem ég hef átt og notað. Formagnararnir og converterarnir eru þeir sömu og í dýrari hljóðkortum frá Apogee.

Tveir inngangar duga oftast flestum, dæmi: kassagítar og söngur, kassagítar stereo, söngur, píanó stereo, kór stereo, master B útúr mixer o.s.frv.

Eitt það besta við kortið er að það er svo aðgengilegt. Stór snúningstakki sem að gerir allt sem þú þarft að gera og lætur þig vita með ljósum hvaða aðgerð þú ert að stýra.

Þetta eintak er keypt í Tónastöðinni á Akureyri fyrir u.þ.b. sex mánuðum síðan og er þar af leiðandi í blússandi ábyrgð í c.a. eitt og hálft ár í viðbót. Það er búið að vera á sama borðinu síðan ég keypti það og tengt við sömu tölvuna og monitorana þannig að ástandið á því er virkilega gott.

Nánari specca og myndir eru hægt að nálgast á síðu Apogee.

Ég vil helst ekki sjá það fara á minna en 55 þús sem er þó gott verð því nýr Duet 2 kostar rúmlega 120 þúsund.

Hafið samband í tölvupósti ef þið sýnið þessu áhuga.

mbk
Einar Tryggvi
einar@einar.me