Eg er fullviss um að ég sé að posta þessu á vitlausan stað en ég posta þessu hér samt sem áður þar sem ég býst við að eitthver ykkar veit hvað er að hjá mér eða hefur grun um það.

Eg verslaði mér Yamaha HS80 studio monitora fyrir rétt rúmu ári, þeir voru alltaf í tip top standi nema þegar annar þeirra byrjar alltíeinu með svona skruðningshljóð sem kom alveg ótrúlega sjaldan og ég pældi ekki í því. Svo núna undanfarnar vikur hefur þetta færst í aukirnar og núna áðan þegar ég ætla að kveikja á monitornum kemur ekkert hljóð úr honum, hinn er enn í frábæru standi, og svo þegar ég slekk á honum þá alltíeinu þrusast bassakeilan út eins og ég sé gjörsamlega með allt í botni. Aftur prófa ég að kveikja á monitornum og þá kemur aftur þetta sama og þegar ég slökkti á honum, og ég slökkti því strax aftur og þá kom það aftur.

Eg hef ekki þorað að fikta í þessu meira eftir þetta og var ég að vonast til að einhver ykkar hér veit hvað er að, og hugsanlega hversu löng ábyrgð er á svona tækjum í Hljóðfærahúsinu :)

Með fyrirfram þökk