Þar sem GAS skrímslið hefur náð heljartökum á mér er ég að velta því fyrir mér að selja Sennheiser MD 441-U mækinn minn hæstbjóðanda.

Hann er frá 1982 eða þarumbil, mækurinn sjálfur er í toppstandi og er í upprunalegu töskunni og ég held að ég geti lofað því að hann komi úr algjörlega reyklausu umhverfi.

Það er örlítið brotið uppúr plastfestingunni sem skrúfast við hljóðnemastatívið en það er samt alveg nothæft.

Til að gefa ykkur einhverja hugmynd um verð þá kostar nýr svona mækur einhvern 150 til 160 þúsund kall í Pfaff, þessi er sko fullorðins.

Ég efast um að það sé nokkuð sem ég geti hugsað mér í beinum skiptum fyrir þennann mæk, ég er að selja hann til að fjármagna frekar sérhæft stöff en það má alveg bjóða mér eitthvað.

Hér er eitthvað info um þessa mæka.
http://www.sennheiserusa.com/professional-dynamic-vocal-microphone-broadcasting-instrument-MD-441_000762

Og meira hér.
http://www.recording-microphones.co.uk/Sennheiser-441-microphone.shtml
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.