Oft þegar ég er að taka inn efni þá kemur þetta óþolandi blíb blíb hljóð þegar gemsi í herberginu er að ná tengingu við “the mother ship”. Ég hef reynt að hafa símana í næsta herbergi, en þar sem ég er að taka inn hljóð næstum allann daginn þá er mjög þvingandi að geta ekki labbað inní herbergið án þess að skoða vasana sína.

Ég hef verið að skoða á netinu, en þar er aðalega talað um að vefja símann í álpappír, en þá er ekkert samband í símanum og alveg eins hægt að slokkva á símanum. Er ekki hægt að setja eitthvað utanum snúrurnar, mundi álpappír virka?