Hæ.

Ég er að reyna að nota Cubase 5 með Digi 002 rack á windows xp 64bit og er í eilífum vandræðum. Ég setti inn réttann driver fyrir digi002 og cubase finnur hann og það er kveikt á 1394 ljósinu en oftast gengur bara ekki að fá neitt hljóð. Alla jafnan fæ ég ekkert hljóð úr instrumentunum né heldur get ég tekið neitt upp, hún vill ekki einu sinni spila hljóðfæla sem ég importa en svo kemur það fyrir allt í einu að þetta virkar í smástund og ég get heyrt allt.

Hefur einhver lent í svipuðum aðstæðum og gæti frætt mig aðeins um það hvert ég eigi að snúa mér í þessum málum? Ég veit að það er eitthvað til um þetta á google en mér hefur enn ekki tekist að finna neitt sem bjargaði mér!

mbk.
Helgi