Langar að forvitnast hvað ykkur finnst vera bestu söng-micarnir .. Hvort sem það er bara besta soundið eða það sem ykkur finnst best miðað við verð…
Langar svakalega að fjárfesta í einum góðum ..
Auðvitað fer það eftir söngvara og söngstíl.

Besti söngmic sem ég hef tekið uppá er Neumann U-67, náði djúpri rödd vel og soundaði vel í alla staði.
Hef líka tekið uppá geffel M300, var fínn á kvennmans-söng en fannst samt U-67 hljóma betur.

Málið er að það er ekki fræðilegur að ég eigi efni á U-67 gæjanum… Hef verið að taka söng uppá akg perception 200 og audio techinca AT2020, finnst það hljóma allt í lagi en er farið að langa í einhvern aðeins meiri pro.

En spurningin er einföld… Hvað er ykkar uppáhald?