Sælir

hefur einhver lent í því sem kom fyrir mig í gær:

í miðri session hætti 002R interfac-ið að virka,
í ProTools kom “Cannot communicate with device” error (eða e-ð svipað) og ekkert virkaði.

Ég restartaði öllu sem hægt var (ProTools, 002R, tölvunni etc) og tékkaði á firewire kapalnum (prófaði bæði tengin aftan á 002R)…ekkert virkaði.

Þegar ég prófa að kveikja á 002R núna heyrast smellir (í relay) innan úr græjunni einsog 002R sé að leita að sync klukku (svona smellur einsog þegar maður breytir um sample rate) og aftan á græjunni blikkar Optical Out ljósið (í takt við smellina)

Hefur einhver lent í þessu og veit einhver eitthvað hvernig á að laga þetta ?

kv
LPS91