Ég er nýlega búinn að skipta um tölvu, setti hana saman sjálfur en fór mjög varlega í allt.

Svo þegar ég var búinn að setja upp tölvuna setti ég upp hljóðkortið mitt (M-Audio ProFire 610) og þannig, og byrjaði auðvitað á því að setja firewall kort í tölvuna og held ég hafi farið alveg rétt að því.

Eftir það þá hefur alltaf verið svona noise eða suð í monitorunum mínum þegar ég er með þá tengda við hljóðkortið, en það suðar hinsvegar ekki ef ég tengi heddfóna í heddfón inputið :S

Hefur eitthver hugmynd um hvað þetta gæti verið?
Hef tekið eftir því líka að þegar tölvan er að vinna mikið þá breytist noiseið í svona hálfgert random ískur.
Ég er alveg lost með þetta og pirrar mig allsvakalega :/