það vill svo til að ég er í upptökuvandamálum.

ég er með studio heima hjá mér í bilskúrnum og búinn að búa til klefa úr gifsi með einfaldum glugga. ég er að taka upp mest allt hiphop sem er oft mikill bassi í sem fer frá monitorunum mínum og inní klefa, svo bassinn heyrist svo mikið í upptökunni. ég nenni engu pro monitora dæmi svo ég reddaði mér bara heimabíói til að nota, og það er frekar stórt bassabox sem fylgir því og ég er með á gólfinu. ég er maður sem vill hafa bassa í lögum svo ég fái fýling svo ég vil ekki lækka í honum neitt sérstaklega en boxið er samt það kröftugt að gólfið hjá mér á það til að hristast smá. en er að pæla hvort þið getið gefið mér ráð um hvort það væri sniðugari staður annar staðar fyrir boxið. eða hvort það er hægt að fara í eitthverjar smáframkvæmdir með klefann.

endilega komið með eitthvað sniðugt. :)