Sælir, ég var að festa kaup á macbook pro nú á dögunum (allra fyrsti maccinn minn) og var að velta fyrir mér hvað best væri að nota til að fyrst og fremst taka upp tónlist. Ég er þá bara að meina eitt og eitt í einu, aðallega mínar hugmyndir til að búa til tónlist.

Ég á reyndar fyrir mBox og mica og ímynda mér þá að protools sé best, get ég annars notað það með t.a.m. logic?

Annars á ég pro tools LE 6.4, en það virðist ekki virka því þegar ég ætla að fara í það kemur upp villuboð - Digidesign is in use by another application sem að ég reyndar skil ekki þar sem ég er ekki einu sinni með kveikt á öðru appi. Að vísu kann ég frekar lítið á stýrikerfið svo það getur vel verið að vandinn liggji á minni hlið.


Mér þætti ofur væntum ef að einhver getur leiðbeint mér eitthvað smá og hvaða hljóðkort væri kannski hentugt að kaupa, ódýrt og þægilegt, þarf ekki að vera mikið af rásum :)


Með fyrirfram þökkum
Áttu njósnavél?