okey nú er ég og vinur minn að fara að fikta eitthvað við tónlistargerð. Ég með Sony Vaio tölvu og hann með mac.

Hvaða forriti mynduð þið mæla með sem eru fyrir báðar tölvur og styður VST plugin? (á risastórt safn af þeim einhverra hluta vegna)

var byrjarður að læra á Reason, þangað til ég fattaði að það styður ekki VST plugin og datt þá í hug bæði Ableton Live eða Cubase, svo hvort er einfaldara í notkun og þæginlegra að ykkar mati(sem hafa prufað bæði)