Ég er að spá, hvaða forrit í mac er svona sniðugast ef maður er að taka upp talað mál fyrir útvarpsþátt. (t.d. 3 micar og 3 einstaklingar)
Geri þetta alltaf bara heima í PC, og þá fara micarnir gegnum Aphex 230 voice prosessor, svo í mixerinn og þaðan inná tölvuna með m audio delta 1010lt hljóðkorti og ég tek upp í sony soundforge.

Veit af protools og svoleiðis forritinum fyrir mac og á það til, en er ekki til eitthvða ennþá meira simple, nenni t.d. ekki að bíða í rauntíma eftir því að efnið saveist í wav.

Þegar ég er að gera þetta í apple hér og þar þá er planið að tengja micana í mixer og svo mixerinn í mboxið og svo auðvitað mboxið í makkann. Finnst bara pro tools og logic og þessi forrit bara eiginlega vera of pro og tímafrek í þetta. Eitthvað eins og sony soundforge eða adobe audition er ég meira að pæla í, sem maður þarf ekki að savea hlutina í í rauntíma og þar sem þetta er bara talað mál þá þarf þetta forrit ekkert að vera neitt svakalega pro.

Svo þegar ég er búinn að taka upp það sem ég þarf að taka upp með makkanum útí bæ þá færi ég það yfir á usb lykil laga soundið til í pc, með izotope ozone og svoleiðis dútli þannig svona einfalt mac upptökuforrit þarf ekki að hafa neina sérstaka möguleika í rauninni uppá að laga soundið.
Cinemeccanica