GIRNILEG STÚDÍÓTÓL TIL SÖLU - TAKA 2

Er að taka til í stúdíóinu hjá mér. Þar eru nokkrir gæðagripir sem ég nota lítið sem ekki neitt og þ.a.l. er um að gera að tékka hvort það sé einhver sem vanti eða langi í eitthvað af þessu dóti. Er búinn að kynna mér markaðsverð og er að setja sanngjörn verð á þetta þannig að prútti eða undirboðum verður ekki svarað né sinnt. Áhugasamir ekki hika við að hafa samband.

Ég gæti mögulega verið áhugasamur um einhver skipti. Góður mic-pre, compressor eða channel strípa eru á óskalistanum, trommumíkrófónar eða míkrófónar eins og t.d. Senheiser MD421, AKG 414 eru á óskalistanum. Langsóttari býtti myndu telja Gibson Les Paul, góðan kassagítar eða Marshall JMP45. Er til í að skoða ýmsar tillögur sem gætu legið á þessum slóðum.

Hér hefst svo lesningin…



M-Audio Project Mix I/O
Þessi græja, Project Mix I/O , umbylti heimastúdíósögunni þegar hún var kynnt til leiks fyrir 3 árum síðan. Um er að ræða 8 rása AD/DA converter, 8 rása míkrófónformagnara og fullkomna stýristöð / mixer með rafstýrðum fader-um. Græjan er tveggja ára gömul og ég hef notað þetta með Logic með góðum árangri. Græjan er í alla staði í toppstandi og eðalgripur. Ég er búinn að öppgreida mig í talsvert dýrari búnað en samanburðurinn er furðu lítill.

Frekari upplz. má finna hér:
http://www.m-audio.com/products/en_us/ProjectMixIO.html

Og videó um gripinn má skoða hér.
http://www.gearwire.com/media/m-audio-projectmix-i-o.mov

Set 115 þúsund á þetta.


M-audio Trigger finger
Snjöll græja sem nýtist bæði í live spilamennsku sem og í stúdíóbrjálæði. Multi functional MIDI stýrill sem brúkast sérlega vel við það að triggera sömpl og lúppur í real time.

Hér er kynningarmyndband um gripinn:
http://www.youtube.com/watch?v=y4wMo5xu828

Hér má lesa hvað Sandeep Kumar (hver svo sem í helvítinu það er) hefur um málið að segja.
http://www.audiomidi.com/content/reviews/kumar_triggerfinger.aspx

Og hér er mynd af þessarri elsku
http://etechdocs.com/tutorials/triggerfinger/images/trigger_finger_callouts.jpg

Verð 22 þúsund


TC Elctronic - PowerCore Compact FW

Firewire plug-in græja sem virkar með öllum helstu tónvinnsluforritum. Powercore er konseptið sem ruddi brautina fyrir fjölmörg fyrirtæki sem í dag framleiða DSP græjur sambærilega þessarri - þ.e.a.s. sér græja, með sér örgjörva sem þú plöggar í tölvuna þína. Öll vinnsla með þeim plug-ins sem eru á græjunni reyna því ekki á örgjörvana í tölvunni þinni og hægir þar af leiðandi ekki á vinnslunni. Öll plug-in sem fylgja með eru í hæsta klassa. Hér má sjá upptalninguna á þeim.

http://www.tcelectronic.com/powercoreconceptfeatures.asp

Hér er svo grein um Powercore.
http://www.soundonsound.com/sos/dec04/articles/tcepowercore.htm

Powercore Compact græjan er ekki lengur framleidd en hún er engu að síður 100% nothæf ennþá og öll Powercore plug-in virka á henni.

Verð: 45 þúsund.

Roger Linn - Adrenalinn 1

Vel furðuleg effektagræjusamsetning. Multieffekt, trommuheili og amp simulator allt í sama pedalanum. Samserningin býður uppá mjög furðulega beat- óríenteraða effekta. Byrjunin á laginu “Bigger than my body” með John Mayer er gott dæmi um það hvernig þessi græja er öðruvísi en allt annað.

ATH öll þessi demó eru gerð með Adrenalinn III - græjan sem ég er að selja er Adrenalinn I en hægt er að öppgreida í III fyrir 99$.
http://www.youtube.com/watch?v=d3hlgUIVxdY
http://www.youtube.com/watch?v=gPvr6Sx0QZU&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=jO2vBWv03qc
http://www.rogerlinndesign.com/products/adrenalinn3/adrenalinn3.shtml


Verð 25 þúsund.



EÐA ALLT SAMAN Á 185 ÞÚSUND
We´re gonna play a song. If it sucks it´s jazz - if it´s good, we got lucky! - Stevie Salas