Góða kvöldið, er lentur á YouTube flakki og datt í hug að starta þráð hérna með Áhugaverðum hljóðvinnslutengdum videoum sem maður finnur á YouTube.

Vill samt auðvitað benda á að taka öllu sem mögulega er hægt að læra á internetinu með fyrirvara.. Hef alveg séð fólk tala um hluti sem ég veit að er tómt kjaftæði ;)

Fyrst vill ég minnast á Audio Myths videoið sem ég tala um í þræðinum fyrir neðan.

The Mighty Headphone Quest:
Gaur að leita sér að bestu Live-Sound (flötustu) headphonunum. Fer í gegnum mjög marga headphona, mælir tíðnisviðið og pikkar úr þá sem honum líkar best við.
Þetta eru 5 video sem eru rétt undir 10 mínútum hvert. En mæli með að fólk sem er að leitast eftir að eyða töluverðum pening í góða headphona skoði þetta video, allavega til viðmiðunar.
http://www.youtube.com/watch?v=QJh8B1QfEn0&feature=related

Selecting a Vocal mic:
Sami aðili og gerði headphona videoið, videoið sýnir ágætlega pattern responce nokkura live söngmíkrafóna (feedback rejection og fjarlægð frá mic)
http://www.youtube.com/watch?v=MvUfXxalD7Q&feature=related

Metallica Black Album:
Sem gamall Metallica aðdáandi hafði ég gaman að þessu, kanski ekkert voðalega hljóðvinnslutengt but still, langaði að leyfa því að fylgja. Maður heyrir ýmis tracks sem heyrast ekki endinlega á plötunni sjálfri. T.d. introið á Wherever you may roam, spilað á 12 strengja bassa.
http://www.youtube.com/watch?v=EY2DEIIgpHs

Metallica Drum Recording Techniques:
Fýla rosalega þegar maður heyrir trommubusinn í enter sandman sólóaðann, miklu meira room í því en ég bjóst við (um það bil 4:45). Djöfull hefur Lars verið slappur trommari samt miðað við að það þurfti að klippa þetta allt í DRASL!
http://www.youtube.com/watch?v=EY2DEIIgpHs


Endinlega hjálpið mér að bæta við þráðinn!
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF