Smá spurning hér,
Ég er búinn að vera að vera að fara vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið með Zoom H4N upptökugræju og Shure Beta 58 og taka útvarpsviðtöl vegna útvarpsþáttar sem er vonandi að fara í loftið (Er að gera pilotþátt)

Þegar ég er að taka viðtöl þá náttúrlega talar fólk mis hátt og ég bara með einn mic og allt að takast upp bara á einn track á tækinu að sjálfsögðu.

Soundar svakalega vel og svo þegar ég normalize-a þá kemur smá problem sem ég væri til í að geta unnið bug á.

Sá sem talar hæðst fer alveg að 0 desebilum og soundar í raun levelslega séð réttast. En þeir sem tala lægra eru samt sem áður ennþá að heyrast aðeins lægra en sá sem talaði hærra eftir normalize dæmið.

Ég tek aldrei upp mjög hátt viðmælendurnar t.d. þannig að ef einhver hlær í micinnn þá bjagast það aldrei því normalize er það sem ég geri á allt svona eftirá þannig að allir viðmælendur hljómi á réttu leveli.

Ef ég er með t.d. 3 í viðtali samtímis og er að taka viðtalið útí bæ, hvað geri ég til þess að allir þessir hljómi jafn hátt eftir normalize? Því það virðist vera að bara sá sem talar hæðst hækkist það mikið að hann fari alveg í 0 desebil. Sé semsagt ennþá mun á scalanum eftir því hver er að tala.
Cinemeccanica