Er að testa aðeins Cubase einfaldlega vegna þess að nýja pro tools 8 hjá mér sem ég keypti í desember er bara eitthvað að klikka.
En þar sem ég hef átt í einhvern tíma Cubase 5 þá ákvað ég að innstalla því og er að testa það. Hef aldrei notað þetta áður.

Tvennt sem ég verð að vita.
Þegar ég er búinn að spila inn eitthvað hljóðfæri í midi og loka síðan hljóðfærinu /vst instrument glugganum þá er lagið trackið bara tilbúið og virkar fínt.
En ef ég vill opna aftur þetta sama vst instrument og fá gluggann upp. Á hvað ýti ég?

Svo þætinlegt í pro tools að þá fer maður bara á mixerinn og þar efst er viðkomandi instrument sem maður bara smellir á og glugginn eins og maður skildi við hann er kominn upp.

Á hvað ýti ég til þess að fá viðkomandi instrument glugga aftur upp?

Og annað, þegar ég spila í cubase þá heyri ég ekki í viðkomandi hljóðfæri sem ég er að taka upp með midi hljómborðinu alveg í réttu synci. Kemur einhverjum millisecundum seinna en það er nóg til þess að það trufli mig. Hvar stilli ég í cubase þannig að midi hljómborðið heyrist nákvæmlega á sömu millisecundu svo það sé ekki að heyrast aðeins of seint. Það er truflandi.
Cinemeccanica