Langaði að reyna að koma af stað smá umræðu um hvað plugin þið hafið prufað, eruð að nota og mælið með.

Er búinn að prufa ýmis plugin bæði demoútgáfur, frí plugin og prufuútgáfur af torrent síðum.

Flestallt frá StillWell Audio www.stillwellaudio.com finnst mér nokkuð magnað. Ber þar helst að nefna Transient Monster, algjört töfratæki á trommur, bara tveir takkar að fikta í og maður getur shapað trommusándið á mjög skemmtinlegann hátt.
Hin StillWell pluginin eru flest soltið skemmtileg, 1973 gefur nokkuð skemmtilegann karakter og finnst mjög auðvelt að ná nokkuð skemmtilegu sándi útúr honum. Sama á við um Vibe EQ.
Major Tom og The Rocket eru mismunandi compressorar sem er einnig nokkuð þægilegt að vinna með. Event Horizon er líka fínn limiter, en hef samt ekkert notað hann.
Öll pluginin er hægt að fá í trial útgáfu sem endist endalaust.

Flux Solera 2: Snilldar Dynamics tæki, nota það í “heimamasteringu”. Mjög öflugt tæki ef maður gefur sér smá tíma til að læra á hann
Hægt að fá Trial sem gefur þér klukkutíma notkun í hvert skipti, fyrsta hálftímann geturu fiktað í því en svo læsist það, eftir annann hálftíma hættir það að virka (nóg að reapplya því á rásina)
Einnig er hægt að fá tvö frí Flux Plugin, BitterSweet og Sterio Tools

PSPaudioware,
Nota PSP pluginin voða lítið, en er með “prufupakka” inni. Það er eitthvað við þau sem ég fýla ekki (t.d. finnst mér interfacið alveg horror), margir mjög hrifnir af vintage warmer sem bus compressor.
Eina PSP Plugginið sem ég nota eru Delayin, Lexicon PSP42 og PSP84. Nokkuð þægileg delay.

Magnarahermar:
Tek mikið upp DI og hef prufukeyrt ýmsa magnaraherma.
Hljóðlega sér er Peavey ReValver mkIII laang bestur. Mjög góð simulation á Peavey mögnurum og hinir magnararnir eru nokkuð góðir líka. Hægt að loada Impulse Responses inní hann til að stækka hann enþá meira, Fékk frábærann pakka sem hét “GuitarHacks impulses”.
Það eru innbyggðir effectar í honum, og þeir eru ágætir. Lampahermirinn í PEaveynum er samt mjög góður. Einnig er hann með stand-alone VST host, svo að það er hægt að keyra aðra VST effecta inní plugininu sjálfu.
Það er hægt að modda hausana mjög mikið, fara í “back panel” og skipta út lömpum, og krukka til í rásinni, breytta þéttum, hækka spennu inná lampana, skipta um lampa o.s.frv.
Það er hægt að fá Demo, sem er samt nokkuð óþolandi að nota. Maður þarf að setja allar stillingar inn aftur í hvert skipti sem maður opnar pluginið uppá nýtt, og á 20-50sek fresti kemur svona random suð. Ekki fundið góða “prufuútgáfu” af því, en plugin sem ég er mjög mikið að spá í að kaupa bara.

Guitar Rig 3. Sennilega skemmtilegasta plugginnið til að leika sér í, það sándar samt soltið “fake”
Stomp boxin og effectarnir eru mjög góð, en magnarahermarnir eru soltið digital.
Getur samt verið skemmtilegt að blanda saman Effectum úr Guitar Rig og magnaraherminum í Peavey (loada GR3 inní VST hostinn í Peaveynum). Hægt að fá fína “prufuútgáfu” af netinu.

Guitar Rig 3 = Búa til ný sound, fínt í effectaleiki
Peavey ReValver mkIII = Frábær magnarahermir, Kemst sennilega næst því að hljóma eins og alvöru magnari.

Einnig hef ég prufukeyrt Amplitube Metal gaurinn, hann sándaði ágætlega. En finnst einhvernvegin umgjörðin í honum eitthvað svo leiðinleg, hefur aldrei langað til að nota hann neitt af viti.


Bassamagnarahermar:

MarkBass Studio 1.
Sótti demoið um leið og það kom út, prufaði það og fýlaði í botn, enda fýla ég sándið í MarkBass mögnurum.
Fínn compressor í því, Interfacið er þægilegt og sándar mjög vel að mínu mati. Hinsvegar er trialið hjá mér runnið út og hef ekki enþá týmt að kaupa það. Mæli samt með því að prufa.

Ampeg SVX plugin:
Hef aldrei fílað þetta plugin. Finnst interfacið mjög þreytandi (sama interface og Amplitube, enda sömu framleiðendur) og finnst ég alltaf fá eitthvað svo ýkt sánd úr honum. Mjög margir sem fýla hann

StudioDevil Virtual bass amp.
Hef ekki haft tækifæri til að prufa þennann almennilega, en heima með headphona og gamalli upptöku sýndist mér að þetta væri eitthvað sem væri hægt að virkilega nota. Hægt að fá demo, en í því eru svona “dropouts” annað slagið. Hægt að fá “prufuútgáfu” af netinu.


Vill einnig benda fólki sem að þarf mikið að basla við lélegar trommuupptökur, þá er til alveg yndisleg forrit frá Toontrack sem heitir Drumtracker. Mæli bara með að skoða video um forritið frá toontrack á youtube.

síðast en ekki síst. Superior Drummer. Klárlega besti trommusamplerinn á markaðnum. Innihelur óendanlegann fjölda (sérstaklega með NYC aukapakkanum og Metal Foundry pakkanum sem kemur úr í júní) af hráum trommuupptökum. Fyrir fólk sem að vill mixa sjálfur. Þú hefur fulla stjórn yfir öllum micum sjálfur, Ert með mörg velocity hit og randomizing samples. Ef að maður er góður að prógramma trommur er hægt að fá mjög eðlilegt og vel sándandi sánd úr því. Einnig hægt að nota með Drumtracker, bæði til að replaca, eða bæta undir trommur sem maður tekur upp, nú eða taka bara upp Rafmangstrommusett/Triggera og fá þannig feelið sem trommarinn spilar inní öll góðu sándin.

Vona að þetta komi að gagni
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF