Góðann daginn, er mögulega með um eins og hálfs mánaða gamalt RME Fireface 400 kort til sölu.

Kortið inniheldur:
2x Mic/Line innganga (Neutrik combojack) framaná
2x DI/Line innganga framaná
4x Line innganga aftaná
8 Rásir gegnum ADAT (4 rásir á 96KHz)
6 Balanced outputs aftaná (TRS Jack)
2 unbalanced output framaná (headphona tengi)
2 rásir SP-DIF inn/út
tvöfalt Midi in og Midi out.
Samtals 16 inngangar og 16 útgangar (12 inn/út á 96KHz og 10 rásir á 192KHz)
Með kortinu kemur frábær Software Mixer, hægt er að tengja öll input í öll output, og það er hægt að tengja öll software output í öll hardware ouput á kortinu (t.d. ef maður er að nota Sterio 1-2 út í upptökuforritinu getur maður látið það signal fara út um alla útganga á kortinu)

Hægt er að stilla alla Line innganga og útganga á -10, +4 og Hi Gain gegnum software. Auk þess sem að Gain á rásum 1-4 er einnig software stillt (en það er líka hægt að nota takkann)

Þeir sem hafa kynnt sér málin vita að RME Fireface þykja almennt ein bestu FireWire interfacin sem hægt er að fá (Apogee og Metric Halo eru þau sem þykja samkeppnishæf), Converterarnir eru mjög góðir, og Preamparnir eru betri en í flestum kortum á þessum skala (Presonus, Digidesign, M-Audio) auk þess sem að RME er með eina mest solid drivera í bransanum (ég hef lent í böggi með Presonus drivera, og þekki nokkra sem hafa lent í leiðindum með M-Audio drivera)

Borgaði rúmlega 150þúsund kall fyrir kortið (pantað frá Thomann í þýskalandi) og pantaði svo með því Rack adapter, til að setja kortið í 19“ rekka. Það var tekið upp úr kassanum og sett beint í rekkann. Vill helst fá 140þúsund, en er alveg opinn fyrir tilboðum. Kortið kemur í upprunalega kassanum, með öllum diskum og snúrum sem ég fékk það með, Auk 19” rack eyrnanna

Ég gjörsamlega elska þetta kort. STÓR uppfærsla úr Firepodnum mínum, og finnst þetta margfalt þægilegra kort heldur en Presonus Firestudio (hef fengið þannig lánaðann þegar ég þurfti fleiri en 8 rásir áður en ég fékk Firefacið)

Ástæðan fyrir sölu er sú að mér stendur til boða að fá notað Fireface 800 kort í skiptum fyrir vinnuframlag. Þarf reyndar sjaldan fleiri en 16 rásir, en þetta er svo góður díll að það væri synd að sleppa þessum díl (Fireface 800 kortið gefur mér 26 rásir samtals á 44.1KHz, 18 rásir á 96KHz)

Endilega hafið samband (hugapóst) ef einhver áhugi er fyrir hendi
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF