Já við erum í smá ruglingi með þetta S/Pdif. Ég skil ekki allveg hvernig þetta virkar og hef ekki fundið neina almennilega útskýringu sem ég hef skilið.

Málið er að við erum að reyna að bæta við 2 rásum á m-boxið okkar (Sjá þessa grein: http://www.hugi.is/hljodvinnsla/articles.php?page=view&contentId=5126353) En ég er ekki að fatta allveg tilhvers þessi S/pdif converter er. Ég náði að fá sound inn um S/pdif plöggið áðan en svo fór það aftur og það er ekki snúran sem bilaði.

Mixerinn sem við erum með er einhver 32 rása behringer mixer með öllum þessum helstu tengimöguleikum. Þegar fékk soundið áðan þá tengdi ég bara svona venjulega rca snúru í S/pdif input og var með jack á hinum endanum og hann fór bara í outputið á rásinni.

Einhver sem veit hvað við erum að gera rangt og afhverju ég þarf þennan S/pdif converter?
._.