Jæja, pantaði mér loksins nýtt kort í dag. Og af þeim ástæðum er presonus firepodinn minn til sölu.

Kostaði 60þ þegar ég keypti hann, er kominn í 100þ nýr úti í búð í dag.

Er búinn að fá tilboð í hann, en ætlaði að ath. með áhuga hérna.


Um kortið
10 rása Inn/Út kort með 8 preamps, Midi In/Out og SP-DIF.

tvær Mic/Instrument rásir, sex Mic/Line rásir.

Insert Send/Return á fyrstu tveimur rásunum.

Er með 8 gain takka framaná, Main-out takka, headphone tengi og takka auk þess að vera með input/output mix takka.

Altsvo, það er hægt að ráða hvort að maður heyri það sem kemur inn á kortið, eða það sem kemur útaf því útum Master out (ef manni vantar zero-latency monitoring)

8 Line út rásir, auk þess að það er Main Out (sem að sendir það sama og Line out 1-2, nema er með volume takka) og Cue Mix Out (sem að er það sama og Main out, nema volume takkinn virkar ekki)

Kortið er Firewire tengt, og presonus býður upp á möguleika á að tengja allt af þrjá Firepod saman til að fá allt að 24 rásir.

Kortið er í góðu standi, og getur komið með öllum bæklingum og diskum, á kassann þó ekki lengur. Hefur verið í rack mestallann tímann síðan ég keypti það, en það sér ekki á því eftir rack-skrúfur.

Kortið er á AK en get sent það hvert á land sem er (ATH. ég verð í reykjavík um næstu helgi)

Sendið tilboð hér á huga í einkapósti.

Bætt við 23. febrúar 2009 - 12:35
btw. vitlaus þráður :S
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF