Halló.
Ég er með Focusrite Liquid Mix græju í láni og það gengur eitthvað erfilega að setja hana upp og er ég að vona að einhver hérna gæti hjálpað mér.

Diskarnir sem að eiga að koma með græjunni fundust ekki þannig að ég downloadaði þeim 3 file-um ef síðu focusrite sem að uppá vantar til þess að nota græjuna með pro-tools.


Vandamálið lýsir sér þannig að ég get ekki sett upp Emulation pakkan sem að ég hef nokkrum sinnum prufað að DL-a af síðunni þeirra (þessi hérna: Liquid Mix Emulation Files Web-1.0.dmg (Mac OS X, 995.79 MB) ).
Mér tókst að installa forritinu sjálfu (þessu hérna: LiquidMix Web-2.3.16.dmg (Mac OS X, 9.68 MB) ) og svo uppfærslunni fyrir intel mac (þessi hérna: LiquidMix-VST2.4-2.3.16.dmg (Mac OS X, 3.46 MB) ) en þegar að ég reyni að setja upp fyrrnefndan aukapakka þá kemur alltaf eitthvað í þessa átt “error in istallation please try again later”, það kemur ekkert villunúmer.

Ég get opnað plug-inið í pro tools en glugginn er bara hvítur, ég get ekkert gert, en það kemur hljóð í gegnum græjuna(allir mælarnir hreyfast).

Ég er líka búinn að prufa að setja inn nokkur emulations, af síðunni þeirra, inn manually þá hætti villan um það að þær vanti að koma þegar að ég kveiki á liquid mix forritinu en samt er glugginn inn í proo-tools alltaf hvítur.
Ég er bæði búinn að prufa að keyra proo-tools session sem að ég hef verið að nota liquid mix annarsstaðar og líka alveg nýtt session.

Hefur einhver náð að installa þessu beint af netinu og veit þá hvað ég er að gera vitlaust, og ennþá betra væri ef að einhver á diskana sem að eiga að fylgja með og væri til í að lána mér þá í stutta stund. Ég á ágætis safn af hljóðnemum sem að ég væri til í að lána skynsömum mönnum fyrir greiðann.


Kær kveðja
Friðrik Helgason
Rass