Fyrir þá sem þurfa að láta mixa/mastera efni þá mæli ég með gaur á Akureyri sem heitir Kyle. Hann er frá Kananda þar sem hann átti og rak stúdió og er frekar fær.
Það eru örugglega margir í mínum sporum sem vinna efnið sitt sjálfir við misjafnar aðstæður og með misjafnlega góð tæki sem þurfa svo að láta mixa og mastera efnið því það krefst ákveðinnar grunnþekkingar og hæfileika. Fyrir mitt
leiti þá hef ég tekið upp hér og þar á síðast liðnum 10 árum og með misjöfn tæki/hljóðfæri sem hafa gefið tónlistinni ákveðinn blæ/sánd sem ég hef haldið
mig við. En eftir að hafa unnið með þessum manni þá hefur opnast fyrir mér nýr heimur möguleika og þekkingar til að gefa lögum nýja dýpt og hljóm, t.d að þekkja hvernig compressorar virka og hvaða lit þeir gefa og blanda 2 eða
fleirum saman til að ná ákveðnum hljóm/blæ. Það hafði ég heyrt um og er þekkt fyrirbæri í bransanum. En ég fór að standa á gati þegar hann fór að tala um masteringu og hvernig mætti hafa áhrif á steriófæl á svo margan hátt.
Svo er hann bara líka snillingur að vinna með artistanum og ná úr honum það sem hann vill og er ekki að flækjast of mikið fyrir. Ég geri mér grein fyrir að það komast ekki allir norður en hann vinnur einnig í
gegnum netið (www.sounds.is)
Mæli hiklaust með þessu ef þið viljið fá professional upplifun og nálgun.
Platan með Rúnari Eff var tekin upp af þessum gaur.

Sjunnarnir þakka fyrir sig