Lanaði að koma af stað smá umræðu hérna, en hvernig tónlist finnst ykkur erviðast/auðveldast að mixa þannig að vel sándi ?

Er þá að tala um að ef að þið fengjuð allt lagið upptekið á þokkalega góðann hátt.


Persónulega vill ég meina að busy þungarokk sé frekar mikið bras, þar sem allt er á fullu enn allt á að heyras, kanski 4-6 gítarrásir í gangi, bassi, hljómborð, söngur og ákafar trommur.

Hef reyndar lítið mixað annað en þungarokk og pönk :P pönkið var nokkuð einfalt, ef ég hefði bara haft aðeins betra hráefni (trommuupptökurnar frekar slappar)

Langar ótrúlega að prufa að taka upp og mixa svona “píanóballöðu”,
held að raftónlist (house tónlist) sé nokkuð einföld í mixi þegar það er búið að composa lagið, finna öll aukahljóðin og hvar eiga að vera filter sweep og annað í þeim dúr.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF