Jæja, nú eruð þið flestir hverjir professional ef það má orða það svo og því væri kannski ekki úr vegi að biðja ykkur sem reyndari eruð um einhver góð ráð, tip eða trix sem gætu nýst okkur sem yngri erum. Tja, eins og maðurinn sagði; “ungur nemur, gamall temur” ;)

Það var í fyrradag sem ég ákvað að vinda mér út í bílskúr og taka upp lítið lag - svona til þess að nota aðeins þessar græjur sem sumarlaunin mín frá því í fyrra höfðu öll farið í. Ég hef nefnilega því miður ekki komist nógu mikið í það að taka upp ..

Lagið er nú ekki merkilegt kannski - ýtti eiginlega bara á record og spilaði frá hjartanu, svona einskonar suðrænan djass.

Hlustið endilega inná www.myspace.com/kjaraninn og gefiði góð ráð!

Takk :*