Var að spá hvort einhver hérna hefði skoðað/notað/á svona AlphaTrack controller frá Frontier Design Group. Er aðeins búinn að vera að horfa á þetta og er soltið að heilla mig (þar sem að ég er tækjafrík, og á inneignarnótu í tónabúðinni)

Gæti vel ýmundað mér að þetta gæti verið töluvert þægilegt í notkun, sérstaklega þegar maður er búinn að venja sig á það.

Hef alltaf verið soltið spenntur fyrir Hands-on control, en flest stóru borðin (Digi, Mackie, M-Audio) eru bæði of plássfrek, og eru líka hljóðkort í leiðinni (þannig að ég væri að borga fyrir eitthvað sem að ég þarf ekki)


Einnig væri gaman að vita hvort þið vitið hvar ég get fengið ódýra, góða, einfalda (bara krómatíska, ekki með milljón stillingum) og vel útlítandi Rack-tunera, og hvað þeir kosta (langar helst ekki í Behringer, er með pínu behringer-fóbíu)

Bætt við 16. apríl 2008 - 01:37
já gleymdi að gefa link á græjuna

http://www.frontierdesign.com/Products/AlphaTrack

kostar 24þ í tónabúðinni
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF