Ég sendi inn lag eftir mig fyrir nokkrum vikum til þess að leyfa fólki að heyra svona hvað maður væri að gera sniðugt. Það var mixað með heyrnartólum, þ.e. áður en ég fékk monitora. Nú fyrir ekki svo löngu komu KRK Rokit monitorarnir mínir í Tónabúðina( og það var mikið fagnað). Fyrst ég var kominn með úrvals græjur ákvað ég að hlusta á mixið sem ég sendi inn, og hvílík skelfing, þetta var nákvæmlega eins og ég bjóst við, illa ömurlegt. Nú hef ég tekið aðeins til í mixinu og ákvað að pósta þessu aftur inn, með samanburð:

Það gamla heitir Vegir
Það nýja heitir vegir 2

Boðskapur dagsins: Ekki nota headphones til þess að mixa :P



Bætt við 5. apríl 2008 - 21:04
Úps, gleymdi að hækka örlítið meira í bassanum. Ojæja…